Áfram , Jón Gnarr.

Það er von, að borgarstjórinn okkar sé hissa á því, að OR, sé að greiða arð uppá 800 milljónir, í kreppunni, til eigenda sinna. Ekki nema von að hann gruni að þurfi að hækka gjaldskrá.

Mikið þykir mér gott að hafa venjulegann, ótalnaglöggann mann í borgarstjórastóli. Venjulegur heimilisfaðir sem hefur gjarnan mistekist að láta innkomuna duga fyrir útgjöldum. Hann getur spurt barnalegra spurninga, sem þurfa svör. Mér þykir það allrabest, að honum datt í hug að verða borgarstjóri.

Hvað getur honum ekki dottið í hug. Ég er spenntur.


mbl.is Grunar að þurfi að hækka gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerfisfólk byggir skjaldborg um fjármagnið.

Margir þjónar kerfisins hafa skeiðað fram á völlinn undanfarna daga, til að draga úr áhrifum Hæstaréttardóms um gengistryggingu lána. Hæstiréttur mat gengistryggingu ólöglega.

Ég vil vekja athygli fólks á því, að árið 2001 var lagasetning undirbúin af Alþingi, að frumkvæði ríkisstjórnar, til að stemma stigu við, eða hindra frekari lánveitingar banka og lánastofnana, sem tryggðar voru í erlendum gjaldeyri. Nefnd var sett, með lögmönnum, bankamönnum og þingmönnum, til að búa til texta lagagreinar, sem allir skildu, um vexti og verðtryggingu í umhverfi íslenskrar lánafyrirgreyðslu. Þessi lög voru síðan samþykkt á Alþingi. Fjöldi manns, í kerfinu, þ.e. í ráðuneytum, Alþingi, bankastofnunum og eftirlitsstofnunum ríkisins, vissu um þessar takmarkanir á verðtryggingu lána í erlendum gjaldmiðlum, sem voru settar.

Þegar bankahrunið verður, sem kerfið vissi um löngu fyrirfram, eru eignir bankanna, að mestu leyti skuldabréf. Skuldabréf eigenda og tengdra aðila, (þjófa) og síðan skuldabréf íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í erlendum gjaldmiðli, sem hafði um 7 ára skeið, verið ólöglegt að veita, aðaluppistaða eigna gömlu bankanna. Þessar eignir voru metnar af skilanefndum bankanna á mjög lágu gengi. Sumir segja 50%, aðrir 30%. Þessar eignir gömlu bankanna voru ekki metnar svo lágt vegna skorts á skilvísi lántakenda, heldur vegna þess að fólk vissi í kerfinu að gengistryggð lán voru ólögleg.

Nú kemur fólk, sem hefur verið á ríkisjötunni, kannski alla ævi, þingmenn og stofnanapólitíkusar eins og Kristinn H. Gunnarsson og viðskiptaráðherra,Gylfi Magnússon , professor úr Háskóla Íslands, sem hefur kennt viðskiptamönnum Íslands, reglurnar. Þeir koma fram í fjölmiðlum og segja hvað þeim finnst vera rétt og rangt. Algjörlega óásættanlegt, segja þeir, að fólk með gengistryggingu lána, fái betri kjör en þeir sem hafi vísitölu neysluverðs á lánum sínum. Þeir grétu ekki áður, þegar gengistryggðu lánin hækkuðu um helming.

Staðreynd málsins er sú, að bæði gengistryggðu lánin og þau vísitölutryggðu, eru ósanngjörn, fram úr öllu hófi. En nú reyna kerfisþrælar að reka fleyg milli þeirra sem rændir voru með gengistryggðum lánum, og hinna sem rændir voru með vísitölutryggðum lánum. Starfsmenn banka og ríkisstofnana eru ekki saklausir. Þeir eru handbendi þeirra sem ræna okkur.

Ég, Sigurður Rúnar Sæmundsson, kt.1011512639, Hvet alla skuldara til að greiða ekki neitt. Á Íslandi býr sjálfstæð þjóð. Á þessu landi er heimili okkar. Hér er húsnæði fyrir alla, matur fyrir alla, orka fyrir alla. Gott land til að búa á. Fyrir því þurfum við að berjast. Núna.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sigurður Rúnar Sæmundsson

Höfundur

Sigurður Rúnar Sæmundsson
Sigurður Rúnar Sæmundsson

 

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband